top of page
Search
  • Writer's picturereconomics

Skýrsla um frum­kvöðla og ný­sköp­un

Í skýrslunni, sem Reykjavík Economics vann fyrir Íslandsbanka, er litið á stöðu nýsköpunar á Íslandi og mikilvægi þess að skjóta frekari stoðum undir íslenskt efnahagslíf.

Hver er líftími fyrirtækja, hverjir eru stofnendur þeirra og hvernig stöndum við í alþjóðlegum samanburði?

Þetta er meðal þess sem rætt er um í nýrri skýrslu sem Reykjavík economics vann fyrir Íslandsbanka. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er:

Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað fyrirtæki á síðustu 15 árum. Hlutfall þeirra hefur þó hækkað nokkuð. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. Rannsóknir og þróun sem hlutdeild af vergri landsframleiðslu eru hér yfir meðaltali Evrópusambandsþjóða, en talsvert lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Innlendir aðilar hafa skráð ríflega 7.500 vörumerki hér á landi. Bandarískir aðilar hafa hins vegar skráð 11.000. Einkaleyfisskráningar eru nokkuð í sókn en við stöndum þó langt að baki Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi í þeim efnum. Einungis 18% útflutningstekna eiga uppruna sinn utan sjávarútvegs, útflutnings iðnaðarvara og ferðaþjónustu. Mikilvægt er að hækka það hlutfall. Sækja skýrslu (PDF) https://cdn.islandsbanki.is/…/Fjorda_stod_hagkerfisins_2019…

22 views0 comments

Recent Posts

See All

Sjöundu hæstu útgjöld til R&Þ

https://www.vb.is/frettir/sjoundu-haestu-utgjold-til-rth/157875/?fbclid=IwAR1ROxKJ_FfQgOLWqna_R54X1iTMpKT1ibQrlGnXWD7VbTVSNXbE_LAgwJA

コメント


bottom of page